*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Justin Bieber stal sviðsljósinu af manninum á bakvið bardaga aldarinnar

Þessir tveir mætast loksins í hringnum 2. maí.

Þessir tveir mætast loksins í hringnum 2. maí.

Það verður sannkallaður risa bardagi 2. maí næstkomandi þegar Floyd Mayweather og Manny Pacquiao mætast í hringnum en bardaginn hefur víða verið titlaður sem „Stærsti bardagi aldarinnar."

Það gekk þó ekki áfallalaust að fá þessa tvo saman í hringi en Stephen Espinoza, varaformaður Showtime, hefur staðið á bakvið samningaviðræður í sex ár og það er honum og hans vinnu að þakka að bardaginn er að verða að veruleika.

Undanfarna mánuði lagði Ezpinoza mjög hart að sér til að koma bardaganum á dagskrá en hann svaf varla frá nóvember á síðasta ári fram að febrúar á þessu ári þegar bardaginn var loksins staðfestur.

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Á dögunum var svo myndataka þar sem Mayweather og Pacquiao voru myndaðir saman ásamt umboðsmönnum og þjálfurum og Ezpinoza. Það er þangað til einhver kom sér skyndilega á milli Mayweather og Ezpinoza.

„Ég stóð hægra megin við Floyd. Á meðan við snúum fram heyri ég allt í einu einhvern kalla fyrir aftan okkur, ‘Ég er komin. Ég komst! Ég komst!’ Ég hélt fyrst að einhver hefði hoppað upp á svið. Einhver aðdáandi og svo er pínulítið keyrt utan í mig og einhver treður sér á milli mín og Floyd."

Það var enginn annar en poppstjarnan Justin Bieber en hann og Mayweather hafa verið miklir vinir síðan árið 2012.

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

„Ég og Floyd horfum báðir á hvorn annan og við vorum eilítið hissa á þessari stundu og þá segir Floyd, ‘Ó, þetta er Justin’ og ég færði mig aðeins og gaf honum pláss."

Það er í sjálfu sér ekki frásögu færandi nema að maðurinn sem hafði skipulagt allt og verið drifkrafturinn á bakvið sjálfan bardagan var skorin út af flestum ljósmyndum í fjölmiðlum sem mynduðu viðburðin.

„Á sumum miðlum þá var ég bara skorin út. Í ‘the Times’ þá endar myndin hjá Justin. Mér var alveg sama en mér fannst þetta fyndið."

Ezpinoza er því ekkert fúll út í Justin Bieber og segir það bara gott að hafa hann í myndatökunni.

„Hann bætir í sjónarspilið. Að hafa hann þarna eykur umræðuna á samfélagsmiðlunum og gerir einnig viðburðin skemmtilegri."

Myndin úr the Times má sjá hér fyrir neðan sem og myndband af því þegar Justin Bieber tróð sér inn á myndatökuna.

Ezpinoza komst ekki inn á þessa mynd sem birt var á The Times - Mynd: The Times

Ezpinoza komst ekki inn á þessa mynd sem birt var á The Times en hann stendur við hliðina á Justin Bieber – Mynd: The Times