*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Conor McGregor skýtur á Jose Aldo – ,,Ég er að æfa á meðan hann spilar borðtennis"

Mynd: Skjáskot / UFC

Mynd: Skjáskot / UFC

Eftirvæntingin fyrir titilbardaga Conors McGregors og Jose Aldo er orðin gífurlega mikil en kapparnir mætast í búrinu í Las Vegas 11. júlí næstkomandi.

Í tilefni af því er UFC með netþáttaröð þar sem báðum er fylgd eftir og áhorfandinn fær að sjá hvernig þeir báðir undirbúa sig fyrir bardagan.

Í fyrsta þættinum vakti írski Íslandsvinurinn, Conor McGregor, mikla athygli er hann reif í sundur mynd af Aldo og gerði allt vitlaust á blaðamannafundi í Ríó í Brasilíu.

Hann er þó töluvert rólegri í nýjasta þættinum en þar eru báðir bardagakapparnir mættir til Las Vegas þar sem Jose Aldo dundar sér í billjarð og að spila borðtennis á meðan Conor horfir á UFC bardaga í sjónvarpi og fer svo á æfingu.

Conor lætur þó iðulega í sér heyra þegar myndavél er í næsta nágrenni og það var enginn breyting á því í þessum þætti þar sem skýtur eilítið á mótherja sinn.

„Ég er hérna að æfa til miðnættis því ég vil beltið. Aldo er að spila borðtennis. Ég er ekkert að grínast. Ég er búinn að segja honum það,“ segir Conor McGregor í myndbandinu.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.