*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Lætur fötlun ekki stoppa sig – Bróðir Lewis Hamilton tekur þátt í BTCC mótaröðinni

Mynd: Lewis og Nicholas Hamilton á góðri stundu

Mynd: Lewis og Nicholas Hamilton á góðri stundu

Nicolas Hamilton, yngri bróðir Lewis Hamilton, heimsmeistara ökuþóra í Formúlu eitt, kemur til með að keppa á breska Touring Car mótaröðinni.

Nicolas er 22 ára og þjáist af Cerebral Palsy eða heilahömlun þó svo að það nafn sé að mörgum talið villandi og ekki lýsandi fyrir fötlunina. Á heimasíðu CP, sambands þeirra sem þjást af þessari fötlun, er einkenninu lýst svona:

,,Hugtakið CP er notað sem regnhlífarhugtak yfir þær gerðir fötlunar sem koma fram á fyrstu æviárunum og einkennast af afbrigðilegum og seinkuðum hreyfiþroska. CP er afleiðing skaða eða áfalls í stjórnstöðvum hreyfinga í heila, sem verða áður en hann nær fullum þroska. Skemmdirnar torvelda stjórnun hreyfinga og beitingu líkamans. Þær eru óafturkræfar og aukast ekki með tímanum."

,,Fötlunin er margbreytileg og einkenni mismunandi. Sumir með CP hreyfa sig og þroskast næstum eðlilega meðan aðrir þarfnast aðstoðar við nánast allar athafnir daglegs lífs. Fötluninni geta fylgt alvarlegar viðbótarfallanir t.d. flogaveiki og greindarskerðing," segir á heimasíðu félagsins sem má sjá hér.

Hamilton mun koma til með að vera fyrsti ökumaðurinn sem þjáist af fötlun sem tekur þátt í þessari mótaröð en hann hefur áður keppt í minni mótarröðum.

,,BTCC er stærsta mótorsportið hérna í Bretlandi og tækifærið til að keppa á þessu stigi er stæsta áskorun sem ég hef tekið á ferlinum mínum," sagði Nicolas Hamilton í samtali við Daily Mail.

,,Á sama tíma og ég er að reyna að bæta mig sem ökumaður vill ég einnig vera hvatning fyrir aðra að stefna hátt hver sem staða þeirra í lífinu er."

Nicolas Hamilton er 22 ára gamall og hefur verið í strangri endurhæfingu og þjálfun undanfarna mánuði ef eitthvað er að marka Twitter síðu kappans.