*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Bardagi Mayweather og Pacquiao mun kosta sjónvarpsáhorfendur stórfé

Þessir tveir mætast loksins í hringnum 2. maí.

Þessir tveir mætast loksins í hringnum 2. maí.

Það er ekki nóg með að miðar á bardaga ársins, þegar Floyd Mayweather og Manny Pacquiao mætast í Las Vegas, kosti stjarnfræðilegar upphæðir. Nú hefur verið greint frá því að sjónvarpsáhorfendur þurfi líka að borga duglega fyrir áhorfið.

Í Bandaríkjunum munu HBO og Showtime bæði sýna frá bardaganum og munu áhorfendur þurfa að borga rétt tæplega 14 þúsund krónur fyrir að horfa á þennan eina bardaga.

Í Bretlandi munu áhorfendur þurfa að greiða 5 þúsund krónur fyrir áhorfið.

Það er því ljóst að það munu margir aðilar hagnast gríðarlega á bardaganum.