*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Þjálfari Gunnars vill að hann berjist við Brassa í sumar

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Sterkar sögusagnir eru enn á kreiki að Gunnar Nelson taki þátt á einum stærsta kvöldi UFC á árinu sem fram fer í Las Vegas í júlí.

Um er að ræða kvöldið þegar Conor McGregor berst við Jose Aldo um beltið eftirsótta en beðið er eftir bardaganum með mikilli eftirvæntingu.

Þjálfari Gunnar Nelson, írinn John Kavanagh, lýsti yfir á Twitte rí gær að hann vill sjá Gunnar Nelson mæta annaðhvort Erick Silva eða Demian Maia á bardagakvöldinu í Vegas þó svo að enn sé óstaðfest hvort Gunnar taki þátt eða ekki.

Silva er þrítugur Brasilíumaður með mikla reynslu en hann hefur unnið 18 bardaga af 24 bardögum og tapað fjórum. Silva vann síðasta bardaga sinn um helgina er hann sigraði Josh Koscheck strac í fyrstu lotu.

Maia er einnig Brasilíumaður og er kominn á seinni hluta ferilsins en hann er 37 ára. Hann hefur unnið 20 bardaga af 26 en hann keppti einnig um nýliðna helgi þar sem hann sigraði Ryan LaFlare.

Silva er ekki á styrkleikarlistanum en einungis þeir 15 efstu eru á listanum. Maia er í 7. sæti og Gunnar Nelson er einmitt í 15. sæti.