*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistarar eftir stórsigur

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Skautafélag Akureyrar varð í kvöld Íslandsmeistarar í karlaflokki í íshokkí. SA gjörsigraði Skautafélag Reykjavíkur, 7-0, í fimmta leik liðanna í úrslitarimmunni í Skautahöllinni í Laugardal. SA vann því rimmuna samtals 4-1.

SR varð deildarmeistari en SA voru mun sterkari liðið í úrslitakeppninni.

Jafnt var eftir tvo fyrstu leikina, 1-1, en SA vann þrjá leiki í röð og tryggðu í kvöld Íslandsmeistaratitilinn.