*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Það sem má ekki í MMA – Samantekt af brotum í frjálsum bardagalistum

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Í MMA er barist af mikilli hörku þar sem allskonar brögðum er beitt til að sigra andstæðingin.

MMA eru blandaðar bardagalistir þannig þar mætast allar gerðir af bardagaíþróttum þar sem margir keppendur hafa æft sig í margskonar bardagalistum og eru því með mikið úrval af allskonar aðferðum til þess að ná andstæðingi sínum niður og þá annaðhvort að rota hann eða fá hann til þess að gefast upp.

Það er þó mikilvægt að keppendur berjist heiðarlega en þó er það ekki alltaf rauninn.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allskonar myndbrot af keppendum að brjóta reglur og berjast með óheiðarlegum aðferðum eins og að sparka í það allra heilagasta, bíta og gefa ólögleg olnbogaskot svo eitthvað sé nefnt.