*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Norma Dögg var sigursælust á Íslandsmótinu

Mynd: Skjáskot / Fimleika Myndskeið

Mynd: Skjáskot / Fimleika Myndskeið

Norma Dögg Róbertsdóttir var sigursælust í dag á einstökum áhöldum í kvennaflokki á seinni degi Íslandsmótsins í áhaldafimleikum sem lauk í dag.

Norma Dögg sigraði á tveimur áhöldum, stökki og slá en Dominiqua Alma Belányi, Ármanni, sem sigraði á tvíslá og Thelma Rut Hermanssdóttir úr Gerplu sigraði á gólfi.

Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson úr Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður var í fyrsta sæti á tvíslá og einnig á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði einnig í tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum og þá sigraði Hrannar Jónsson í stökki.