*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Frakkinn fékk að finna fyrir því – Rosalegt högg í leik Englands og Frakklands

Mynd: Skjáskot / RBS 6 Nations

Mynd: Skjáskot / RBS 6 Nations

Í gær áttust við England og Frakkland í sex þjóða leikunum í ruðningi og endaði leikurinn með sigri Englands, 55-35.

Írland sigraði mótið en þrjú lið voru jöfn af stigum í þremur efstu sætunum en Írland var með besta markahlutfallið og vann þ.a.l. mótið.

Það er ávallt hart barist í ruðningi og svo er England vel þekkt fyrir hörku eins og Frakkinn Jules Plisson fékk að finna fyrir á 25. mínútu er Courtney Lawes gjörsamlega keyrði hann niður af miklu afli.

Myndband af högginu má sjá hér fyrir neðan.