*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Thelma Rut: ,,Þetta er ennþá jafn skemmtilegt"

THELMAThelma Rut Hermannsdóttir varð í dag Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum en þetta var í sjötta sinn sem hún varð Íslandsmeistari. Við ræddum við Thelmu eftir sigurinn.

„Sigurinn kom mér svolítið á óvart. Ég stefndi á þrjú efstu sætin í dag svo þetta er bara flott," sagði Thelma eftir mótið

Við spurðum hana hvort hún ætlaði sér að taka fleiri titla eða láta þetta gott heita núna.

„Það kemur bara í ljós. Þetta er að minnsta kosti ennþá jafn skemmtilegt."