*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Thelma Rut fyrst kvenna til að vinna sex Íslandsmeistaratitla í áhaldafimleikum

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir náði sögulegum áfanga þegar hún fagnaði sigri á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum fyrr í dag. Thelma Rut varð fyrsta konan til að verða Íslandsmeistari sex sinnum.

Berglind Pétursdóttir og Sif Pálsdóttir unnu á sínum tíma fimm sinnum en nú er Thelma orðin sigursælust.

Berglind og Sif voru staddar á mótinu í dag og að sjálfsögðu var tekin mynd af þeim ásamt Thelmu.