*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Thelma og Valgarð Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum

Íslandsmeistarar 2015. Mynd: Þorsteinn haukur Harðarson.

Íslandsmeistarar 2015. Mynd: Þorsteinn haukur Harðarson.

Þau Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu og Valgarð Reinhardsson, einnig úr Gerplu urðu í dag Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum en mótið fór fram í íþróttahúsi Ármanns í dag.

Thelma náði 49,350 en Dominiqua Alma Belanyi úr Ármanni  kom næst með 48,000 stig. Í þriðja sæti kom svo Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Norma Dögg Róbertsdóttir, með 49,950 stig en hún keppir fyrir hönd Gerplu.

Valgarð hafði nokkra yfirburði á mótinu og fékk í heildina 79,400 stig en Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni kom næstur með 74,150. Bjarki Ásgeirsson kom svo í þriðja sætinu með 71,000 stig en hann keppir einnig fyrir Ármann.

Thelma varð Íslandsmeistari í 6. sinn en Valgarð var að sigra í fyrsta sinn.