*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Nanna og Aron Freyr Íslandsmeistarar í unglingaflokki

Mynd: Þorsteinn HAukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn HAukur Harðarson.

Nanna Guðmundsdóttir úr Gróttu og Aron Freyr Axelsson úr Ármanni urðu í dag Íslandsmeistarar í unglingaflokki í áhaldafimleikum en mótið fór fram í íþróttahúsi Ármanns í Laugardalnum.

Nanna fékk 48,900 stig og í öðru sæti var Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk með 46,100 stig. Þær Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu og Nína María Guðnadóttir úr Björk voru svo hnífjafnar í þriðja sætinu með 45,200 stig.

Í karlaflokki varð Aron hlutskarpastur með 68,550 stig en í öðru sæti kom Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu með 65,450 stig. Stefán Ingvarsson úr Björk var svo í þriðja sætinu með 65,050 stig.