*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Lá óvígur eftir þungt höfuðhögg – Ósætti með framgöngu Skautafélags Akureyrar

Mynd: RÚV / Skjáskot

Mynd: RÚV / Skjáskot

Robbie Sigurðarsson, leikmaður Skautafélags Reykjavíkur, fékk þungt högg í fjórða úrslitaleik SR og SA í gærkvöldi.

Robbie fékk olnboga að fullum krafti í höfuðið og lá óvígur í 20 mínútur þangað til hann var fluttur á sjúkrahús.

SA vann leikinn 4-1 og þarf því einungis einn sigur í viðbót til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

SR-ingar eru þó mjög ósáttir við framgengi SA í leikjunum til þessa og telja að andstæðingar sínir hafi verið grófir leikjum liðanna en nokkrir leikmenn SR hafa þurft að hætta keppni vegna meiðsla.

Sjáðu myndband af atvikinu hérna á heimasíðu RÚV.

Þetta atvik kemur í kjölfarið á mikilli umræðu um höfuðmeiðsli í íþróttum en það má lesa nánar um það hérna.