*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Það var mikið um að gera í keilunni í vikunni – Samantekt

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Það var heldur betur nóg um að vera í keilunni hér á Íslandi í vikunni sem leið. Hannes Jón Hannesson er okkar maður í keilunni og hann fer nú yfir það helsta sem gerðist í vikunni.

Gefum Hannesi orðið:

Jæja þá er nú deildarkeilan farin að styttast í annan endann og línur eilítið að skýrast eða að verða enn meira spennandi.

1.deild kvenna:
ÍR TT tók á móti ÍR BK og voru fyrstu 2 leikirnir ÍR TT í vil 635-548 og 702-580, BK stúlkur svöruðu fyrir sig og unnu þriðja leikinn 666-603. Heildarpinnafallið TT megin 1940 pinnar gegn 1794 og 13-7 sigur. Sirrý ÍR TT með hæstan leik og seríu 209 og 515.
KFR Skutlurnar tóku svo á móti KFR Afturgöngunum og var þar um einstefnu Afturgangna að ræða unnu alla þrjá leikina sannfærandi 683-618,629-583 og 676-562 og heildarpinnafall 1988 gegn 1763 og 17-3 sigur. Guðrún KFR Skutlur með hæstan leik 206 en Ragna Guðrún KFR Afturgöngur með hæstu seríu 510.
Buffið heldur í forystuna en TT og Afturgöngur eru ekki langt undan 2 umferðir eftir og 40 stig í boði Buff og TT mætast í háspennuleik næstu umferðar Afturgöngurnar mæta BK og þurfa öll stigin ætli þær sér að taka þátt í toppbaráttunni.
ÍR Buff 228,5-ÍR TT 214,5-KFR Afturgöngurnar 208-KFR Valkyrjur 186,5-ÍR BK 129-KFR Skutlurnar 113,5

2.deild kvenna:
1 leikur fór fram þann 15.mars þegar að ÍA tók á móti Þórynjum á Skaganum. Þórynjur sáu ekki til sólar í þetta sinnið ÍA vann alla þrjá leikina 595-516,610-550 og 559-482 og heildarpinnafallið 1764 gegn 1548 og 17-3 sigur.
Þann 17.mars fór svo fram leikur á milli toppliðanna ÍR N og ÍR SK þar mættu SK stelpur aðeins þrjár til leiks sem kom þó ekki að sök í fyrsta leik sigur SK 608-559 ÍR N kom til baka í næsta leik og unnu 550-522 ÍR SK vann svo þann síðasta 592-567 og heildarpinnafall 1722 gegn 1676 og 13-7 sigur ÍR SK. Elva Rós með hæstan leik og seríu 212 og 526 fyrsti leikurinn yfir 200 í deildinni hjá henni og varð 13 ára einmitt þann 17.mars.
ÍR N er búið að tryggja sér efsta sætið þrátt fyrir tap í kvöld ÍR SK og ÍA keppast hins vegar um 2.sætið
ÍR N 196-ÍR SK 164-ÍA 130-KFR Elding 109-Þór Þórynjur 101

1.deild karla:
Leik ÍA og ÍR L sem fara átti fram 15.mars var frestað4 leikir fóru síðan fram þann 17.mars.
KFR Lærlingar tóku á móti ÍA W þetta eru liðin sem eru að berjast um 3ja sætið í deildinni. ÍA W vann fyrstu tvo leikina 570-561 og 590-512 Lærlingar tóku þann þriðja 576-543. Heildarpinnafallið ÍA W í vil 1703 pinnar gegn 1649 og 11-6 sigur. Magnús ÍA W með hæstan leik 230 en Gulli Lærlingur með hæsta seríu 654.
KFR Stormsveitin spilaði gegn toppliði ÍR PLS og unnu fyrsta leikinn 599-535, PLS menn tvíefldust við þennan mótbyr og völtuðu yfir Stormsveitina í næstu 2 leikjum 663-573 og 685-560 og tóku heildarpinnafallið 1883 gegn 1732 og sigur 13-4. Einar Már PLS með hæstan leik og seríu 247 og 696.
KR C mætti ÍR Broskörlum þessi lið voru í tveimur neðstu sætunum fyrir leikina í kvöld. KR ingar áttu gott kvöld og unnu alla þrjá leikina nokkuð sannfærandi 573-528,640-515 og 523-478 heildarpinnafall upp á 1736 pinna gegn 1521 og 16-1 sigur dýrmæt stig í sarpinn. Davíð Löve KR C með hæstan leik og seríu 248 og 651.
KR A atti síðan kappi við ÍR KLS sem fyrir þessa umferð var jafnt ÍR PLS að stigum. KLS vann fyrstu tvo leikina 583-542 og 547-504 en KR ingar unnu þann síðasta 613-570. Heildarpinnafallið KLS manna 1700 pinnar gegn 1659 og 11-6 sigur. Stefán Claessen KLS með hæstan leik og seríu 233 og 616.
Einvígið milli PLS og KLS heldur áfram á toppnum en botnbaráttan hefur aldrei verið harðari ÍA á 2 leiki til góða gegn ÍR L og Broskörlum og ætla sér mörg stig úr þeim leikjum ÍR L hugsar eins og það gæti orðið einkar áhugaverður leikur á milli þeirra ásamt því að treysta á botnlið Broskarla til að hjálpa sér við áframhaldandi veru í efstu deild.
ÍR PLS 198-ÍR KLS 196-KFR Lærlingar 155-ÍA W 151,5-KR A 121-KR C 116-KFR Stormsveitin 111,5- ÍR L 103,5-ÍA 103-ÍR Broskarlar 53,5

2.deild karla:
Þann 14.mars tók Þór á móti ÍR S fyrir norðan. Þórsarar hafa verið að spila vel á heimavelli og á því varð engin breyting 3 sigrar 709-644,663-637 og 706-702 og heildarpinnafall upp á 2082 pinna gegn 1983 og 16-4 sigur. Benedikt og Þorsteinn ÍR S drengir báðir með 214 leik en Ingó Þórsari með hæstu seríu. Þess má geta að með liði Þórs spreytti sig ungur drengur að nafni Ólafur og eru þetta fyrstu leikir hans í deild spilamennskan var flott 484 í þremur og vann alla sína leiki. Dýrmæt stig í toppbaráttunni í hús fyrir Þórsara en hafa leikið einum leik meira.

Þann 16.mars fóru síðan fram 4 leikir
ÍR S tók á móti ÍR A og ætluðu sér stóra hluti til að eiga séns í toppbaráttuna, bæði lið mættu einungis með þrjá leikmenn og spiluðu síðan blindum gegn blindum en í reglum segir skýrt að blindur geti ekki fengið stig. ÍR S vann alla þrjá leikina stórt 709-564,646-620 og 743-539 og heildarpinnafall 2098 pinnar gegn 1723 og 15-2 sigur. Benedikt ÍR S með hæstan leik og seríu 233 og 629
.
ÍR T tók á móti KFR JP Kast. ÍR T í mikilli fallbaráttu en JP um miðja deild, JP Kast átti ekki í teljandi vandræðum með ÍR T unnu alla þrjá leikina 763-685,715-628 og 699-622 og heildarpinnafallið 2177 pinnar gegn 1935. Konni JP Kast með hæstan leik og seríu 214 og 607.
KFR Þrestir spiluðu gegn KR B og byrjuðu á háspennuleik sem endaði með sigri Þrasta 762-744 en KR ingar mættu vígreifir í næstu tvo leiki og uppskáru sigur 757-708 og 799-704 og heildarpinnafallið þeirra 2300 gegn 2174 og 12-8 sigur KR inga. Ólafur KR B með hæstan leik og seríu 267 og 634.
ÍR Blikk tók svo á móti botnliði ÍR Nas þar unnu Blikkarar fyrstu 2 leikina sannfærandi 734-599 og 691-611. ÍR Nas vann þann síðasta 585-577 en heildarpinnafallið Blikkara 2002 pinnar gegn 1795 og 15-5 sigur Blikk í vil. Ólafur Blikkari með hæstan leik og seríu 213 og 541.
KR B eru öruggir upp um deild en Þór og ÍR S bítast um hitt lausa sætið. Botnbaráttan er einnig til staðar og þar eru þrjú lið að berjast um 1 sæti.
KR B 234-Þór 229,5-ÍR S 194-KR D 180-KFR JP Kast 170,5-KFR Þröstur 158,5-ÍR Blikk 138- ÍR T 106,5- ÍR A 105-ÍR Nas 101

3.deild karla:
Þann 14.mars fór fram frestaður leikur fyrir norðan þegar að Þór Víkingur tók á móti Keilu.is. Þór Víkingur vann fyrsta leikinn 619-569, Keila.is þann næsta 606-584 og Þór Víkingur svo þann þriðja 659-562 og heildarpinnafallið norðanmanna 1862 pinnar gegn 1737 og 14-6 sigur. Magnús Þór Víkingur með hæstan leik og seríu 213 og 517.
Heil umferð fór síðan fram þann 16.mars.
Þór Plús og Þór Víkingur áttust við. Þór Plús í baráttu um að komast upp um deild og þurftu á stigum að halda þeim gekk vel og unnu alla þrjá leikina nokkuð örugglega 774-595,683-658 og 689-585 og heildarpinnafallið 2146 pinnar gegn 1838 og 16-4 sigur dýrmæt stig í pottinn. Örvar Þór Plús með hæstan leik og seríu 225 og 547.
ÍR Fagmenn tóku á móti toppliði KR E og áttu lítinn séns KR ingar ætla sér upp og ekkert annað tóku alla þrjá leikina 667-629,719-666 og 658-571 og heildarpinnafallið 2044 pinnar gegn 1866 og 16-4 sigur KR E í vil. Ágúst ÍR Fagmaður með hæstan leik og seríu 223 og 595.
ÍR Gaurar tóku á móti botnliði KFR Döff þar var um auðveldan sigur Gaura að ræða í þremur leikjum 763-520,597-491 og 624-474 og heildarpinnafall upp á 1984 pinna gegn 1485 og 18-2 sigur. Njörður með hæstan leik og seríu 211 og 559.
ÍR Naddóður og ÍA B áttust við ÍA B í baráttu um sæti í 2.deildinni fyrir leikinn. ÍR Naddóður reyndist þeim hins vegar erfiður ljár í þúfu og unnu alla þrjá leikina 666-639,618-599 og 602-589 heildarpinnafall upp á 1886 pinna gegn 1827 og 15-5 sigur Naddóðs í spennandi leik. Svavar með hæstan leik og seríu 225 og 603 nefna má að Svavar setti persónulegt met. Dýrmæt stig í súginn hins vegar hjá ÍA B.
KFR Múrbrjótur lék síðan gegn ÍR Keilu.is, Múrbrjótsmenn áttu engin svör við góðum leik Keilu.is. Keila.is vann alla þrjá leikina 597-508,609-517 og 585-499 og heildarpinnafalll upp á 1791 pinna gegn 1524 og 18-2 sigur. Andrés Keila.is með hæstan leik og seríu 180 og 479.
KR E og Þór Plús standa vel að vígi eftir tap ÍA B en ekki er allt búið.
KR E 223,5-Þór Plús 217,5-ÍA B 199-ÍR Keila.is 188-ÍR Gaurar 184-ÍR Fagmaður 154- ÍR Naddóður 150,5 Þór Víkingur 119-KFR Múrbrjótur 113-KFR Döff 45,5