*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

María Guðmundsdóttir Íslandsmeistari í stórsvigi

María Guðmundsdóttir á ferðinni í svigi. Mynd: Guðmundur Jakobsson.

María Guðmundsdóttir á ferðinni í svigi. Mynd: Guðmundur Jakobsson.

María Guðmundsdóttir frá Akureyri tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi kvenna á Skíamóti Íslands sem haldið var á Dalvík.

Farið var þrjár ferðir en María var efst með samanlagðan tíma 2:29,50 en Helga María kom þar á eftir með 2:31,08 mínútur.

Erla Ásgeirsdóttir var í þriðja sæti með samanlagðan tíma 2:33,28 mínútur.

Keppendur voru 21 talsins en Freydís Halla Einarsdóttir var sú eina sem náði ekki að ljúka keppni.