*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fer fram um helgina

68Það má búast við mikilli spennu á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Ármanni um helgina.

Keppnin verður hörð bæði í karla og kvennaflokki. Hjá stúlkunum eru þær. Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu  og Dominiqua Alma Belanyi líklegastar til árangurs. Norma Dögg varð meistari í fyrra og kom í leiðinni í veg fyrir að Thelma yrði meistari fimmta árið í röð. Thelma hefur unnið mótið fimm sinnum í heild og getur orðið fyrsta konan til að vinna sex sinumm.

Í karlaflokki munu þeir Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni og Valgarð Reinhardsson og Ólafur Garðar Gunnarsson úr Gerplu berjast um titilinn en Bjarki varð meistari í fyrra og batt í leiðinni enda á 18 ára sigurgöngu Gerpludrengja.

Við hvetjum að sjálfsögðu allt áhugafólk um fimleika til að mæta á mótið.