*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Mayweather með einkakokk fram að bardaganum – borgar um þúsund dollara fyrir hverja máltíð

mayweather-pacquiaoHnefaleikakappinn Floyd Mayweather er greinilega með allt á hreinu í undirbúningi sínum fyrir bardaga ársins gegn Manny Pacquiao. Til þess að hafa mataræðið eins og best verður á kosið hefur hann til að mynda ráðið einkakokk sem mun elda allar máltíðir hans fram að bardaganum.

Máltíðirnar eru ekki gefins en hann borgar um eitt þúsund dollara (139 þúsund krónur) fyrir hverja máltíð. Miðað er við að hann borði fjórar máltíðir á dag og mun kokkurinn því væntanlega þéna rúmlega 25 milljónir fram að bardaganum.

Kokkurinn heitir Quiana Jeffries og segir hún að Mayweather muni fá próteinríka fæðu fram að bardaganum eins og nautakjöt, kalkún, fisk og kjúkling.