*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Lyfjapróf kom upp um Heimsmeistara sem er kominn í bann

Amantle+Montsho+13th+IAAF+World+Athletics+_wXZXD9okHalHlaupadrottningin Amantle Montsho hefur verið dæmd í tveggja ára bann frá keppni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Samveldisleikunum í fyrra.

Bæði A og B sýni úr lyfjaprófinu sýndu fram á sekt hennar og því var hún dæmd í tveggja ára bann.

Montsho, sem er 31 árs gömul og frá Botswana, er fyrrum Heimsmeistari í 400 metra hlaupi kvenna.