*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Golfsamband Íslands leggst gegn þingályktun

Mynd: GSÍ

Mynd: GSÍ

Golfsamband Íslands hefur sett fram yfirlýsingu þar sem hún tekur stöðu á móti þingályktunartillögu um seinkun klukkunar.

GSÍ segir að seinkun klukkunar kæmi til með að skerða möguleika fólks á að leika golf og þess valdandi að golfklúbbar yrðu að þola mikið tekjutap. Íslenskir golfvellir eru einungis opnir 5-6 mánuði á ári og hafa verið vel nýttir undanfarinn sumur.

Þá er bent á að veður sé oft betra síðdegis hér á landi.

„Ef seink­un klukk­unn­ar yrði að veru­leika með þeim hætti sem lagt er til í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, skerðast veru­lega mögu­leik­ar kylf­inga og ann­ars íþrótta­fólks til að stunda íþrótt­ir síðdeg­is og fram á kvöld og mun nýt­ing íþrótta­mann­vikja því drag­ast sam­an," segir í yfirlýsingu GSÍ.

„Sá tími sem tap­ast á kvöld­in vinnst ekki upp á morgn­ana, þar sem ólík­legt verður að telj­ast að íþrótta­á­stund­un hefj­ist klukku­stund fyrr á morgn­ana. Þá er veðurfar með þeim hætti hér á landi að síðdeg­is læg­ir og því oft bestu skil­yrðin til að njóta út­veru síðdeg­is og fram eft­ir kvöldi. Þá er ljóst að íþrót­takapp­leik­ir, sem fara fram á kvöld­in, yrðu að styðjast við flóðlýs­ingu með til­heyr­andi kostnaði.“

GSÍ segir þó ekki vera á móti seinkun klukkunar á veturnar en slíkt sé gert í mörgum löndum og hafi ekki mikil áhrif á íþróttaiðkun á landinu.