*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Lindsey Vonn sigraði heimsbikarinn eftir einvígi gegn Önnu Fenninger

Mynd: Skjáskot / FIS Alpine

Lindsey Vonn var himinlifandi er hún kom í mark í dag – Mynd: Skjáskot / FIS Alpine

Lindsay Vonn, skíðakonan, tryggði sér sigur í dag heildarstigskeppninni í heimsbikarnum í risasvigi í Meribel í Frakklandi.

Vonn kom í mark á 1:07,70 og bætti þar með tíma hina austurrísku Önnu Fenninger sem kom í mark á 1:08,19. Báðar tvær gátu með sigri unnið heimsbikarinn og því var gífurleg spenna í Frakklandi í dag er Lindsay lagði af stað niður brekkuna í von um að bæta tíma Fenninger.

Það gerði hún en Lindsay Vonn hefur nú unnið heimsbikarinn í svigi, stórsvigi, risasvigi, bruni, alpatvíkeppni og samanlagðri keppni en einungis einn maður hafði afrekað að áður en það var sænska skíða goðsögnin, Ingemar Stenmark.

Vonn hefur unnið alls 19 stigameistaratitla á ferlinum.

Hérna geturðu séð einvígið á milli Vonn og Fenninger.