*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Randy Coutere tilbúinn að þjálfa Lailu Ali fyrir bardaga gegn Rondu Rousey

Mynd: Bleacher report

Mynd: Bleacher report

Laila Ali, dóttir Muhammed Ali, sagði á dögunum að hún væri tilbúin að mæta og sigra Rondu Rousey í bardaga.

Ronda Rousey er ein sú allra besta sem hefur komið fram í UFC kvenna en hún sigrað oftar enn einu sinni bardaga á fyrstu sekúndunum í fyrstu lotu.

UFC goðsögnin og kvikmyndaleikarinn, Randy Coutere, hefur boðist til að hjálpa Lailu ef hún ætlar í alvöru að láta verða að bardaganum.

Laila Ali var rétt eins og faðir sinn frábær í hnefaleikum og sigraði alla 24 bardaga sína áður en hún lagð hanskana á hilluna.

„Hún þarf ekki hnefaleikaþjálfara heldur wrestling-þjálfara. Ronda mun aldrei boxa við hana heldur skella henni í gólfið og rífa af henni handlegginn eins og hún gerir við alla andstæðinga sína," sagði Couture sem kveðst tilbúin að hjálpa Lailu.

„Ali er frábær íþróttamaður sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég myndi hjálpa henni. Ekki spurning."

Þetta vekur athygli og sérstaklega í ljósi þess Ronda lék á móti Coutere í kvikmyndinni, Expendables 3.