*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Bandarískur forsetaframbjóðandi mæti Holyfield í hringnum

Mitt-Romney-Net-WorthBandaríkjamaðurinn Mitt Romney, sem bauð sig fram gegn Barack Obama í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012, hefur samþykkt að mæta Evander Holyfield í boxbardaga.

Bardaginn fer fram þann 15. maí og er til styrktar góðu málefni í Salt Lake City.

Sjálfur hefur Romney gert grín að möguleikum sínum í bardaganum. „Ætli ég geti nokkuð farið í forsetaframboð árið 2016, ég verð ennþá að jafna mig eftir þennan bardaga," sagði Romney.