*

Sunnudagur, 15. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Flott tilþrif á bikarmótinu í hópfimleikum

15Bikarmótið í hópfimleikum fór fram á Selfossi um helgina og er óhætt að segja að mótið hafi verið vel heppnað.

Sigurganga Gerpluliðsins hélt áfram en liðið hefur nú orðið bikarmeistari tíu ár í röð. Þá sýndi nýtt lið Gerplu í karlaflokki góð tilþrif og í blönduðum flokki fóru Selfyssingar með sigur af hólmi.

Við kíktum á mótið og tókum upp myndband með nokkrum glæsilegum tilþrifum.