*

Sunnudagur, 15. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Gerpla bikarmeistari í hópfimleikum tíunda árið í röð

Mynd: Fimleikasamband Íslands.

Mynd: Fimleikasamband Íslands.

Bikarmótið í hópfimleikum fór fram á Selfossi í dag. Sigurganga Gerplukvenna heldur áfram en liðið varð bikarmeistari tíunda árið í röð.

Gerpla háði harða baráttu við Stjörnu um bikarmeistaratitilinn. Stjörnustúlkur náðu í fleiri stig á dýnu og trampólíni en að lokum voru það nánast óaðfinnanlegar gólfæfingar Gerpluliðsins sem tryggðu þeim titilinn.

Gerpla fékk í heildina 55,250 stig en Stjarnan var skammt á eftir með 54, 500 stig. Selfoss rak svo lestina með 46,950 stig.

Í blönduðum flokki vann Selfoss góðan sigur eftir flottar æfingar. Selfossliðið fékk 52,150 en lið Stjörnunnar kom næst með 47,500 stig. Ármannsliðið var svo með 47,150 stig.

Í karlaflokki var það einungis lið Gerplu sem sendi lið til leiks. Strákarnir, sem eru nýbyrjaðir að keppa sem lið, sýndu flotta takta og náðu í heildina í 47.325 stig.