*

Laugardagur, 7. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ólafur Garðar: ,,Bikarinn er kominn heim"

oliÓlafur Garðar Gunnarsson, fimleikamaður úr Gerplu, var skiljanlega ánægður með sigurinn á bikarmótinu í dag en liðið endurheimti bikarmeistaratitilinn úr greipum Ármenninga. Hann ræddi við Sport.is eftir sigurinn.

„Bikarinn er kominn heim. Við höfum beðið lengi eftir þessu en hann er loksins kominn heim," sagði Ólafur glaður þegar sigurinn var í höfn.

Aðspurður um hvað Gerpla hafi haft fram yfir Ármenninga í dag sagði Ólafur. „Það var bara liðsheildin held ég sem skilaði sigrinum í dag."