*

Laugardagur, 7. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndir: Gerpla og Ármann bikarmeistarar í áhaldafimleikum

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Bikarmótið í áhaldafimleikum fer fram í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði um helgina. Í dag var meðal annars keppt í frjálsum æfingum karla og kvenna.

Í kvennaflokki hafði lið Ármanns betur gegn Gerplu og batt í leiðinni enda á tíu ára sigurgöngu Gerplustúlkna. Í karlaflokki voru það hinsvegar strákarnir úr Gerplu sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Við kíktum á svæðið þegar keppnin fór fram og tókum þessar myndir.