*

Laugardagur, 7. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Dominiqua: ,,Mjög gaman að vinna"

domDominiqua Alma Belányi, fimleikakona úr Ármanni, gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á bikarmótinu í áhaldafimleikum í dag en með sigrinum rauf Ármann tíu ára sigurgöngu Gerplustúlkna. Hún ræddi við Sport.is eftir mótið.

„Tilfinningin er mjög góð, það er mjög gaman að vinna," sagði Dominiqua eftir mótið.

Þá segir hún að sigurinn komi svolítið á óvart. „Já þetta kom svolítið á óvart. Við vorum ekki að gera okkar besta í dag og gerðum nokkur mistök. Þetta kemur því svolítið á óvart. En það sem við gerðum var nóg í dag."