*

Laugardagur, 7. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Bikarmótið í áhaldafimleikum: Lið Ármanns stöðvaði sigurgöngu Gerplu í kvennaflokk

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Bikarmótið í áhaldafimleikum fór fram í Bjarkahúsinu í Hafnarfirðinum í dag. Í kvennaflokki sigraði lið Ármanns eftir skemmtilega keppni og batt í leiðinni enda á 10 ára óslitna sigurgöngu Gerpluliðsins.

Keppnin milli Ármanns og Gerplu var jöfn og spennandi og sýndu stúlkur úr báðum liðum glæsilega takta. Irina Sazonova úr Ármanni varð stigahæst kvenna með 53,168 stig en Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu kom næst með 48, 568.

Að lokum hafði lið Ármanns betur í heildarstigakeppninni og fagnaði því langþráðum sigri. Gerplustelpur höfðu unnið mótið tíu ár í röð en þurftu að sætta sig við annað sætið í dag.

Ármann fékk 142,638 en Gerpla kom rétt á eftir með 141,871. Fylkir var svo í þriðja sætinu með 131,670 og Grótta rak lestina með 125,304.

Viðtöl og fleiri myndir koma inn á Sport.is innan skamms.