*

Laugardagur, 7. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Bikarmótið í áhaldafimleikum: Gerplustrákar endurheimtu titlinn í karlaflokki

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Lið Gerplu endurheimti í dag bikarmeistaratitilinn þegar bikarmótið í áhaldafimleikum fór fram í Bjarkarhúsinu í dag.

Fyrir mótið í dag hafði lið Ármanns unnið titilinn tvisvar á seinustu þremur árum (2012 og 2014) en Gerplustrákar mættu til leiks staðráðnir í að ná titlinum til baka.

Bæði lið sýndu lipra takta á mótinu og var erfitt að skera úr um hvort liðið myndi á endanum fagna sigri.

Gerludrengir höfðu þó að lokum betur og unnu titilinn í fyrsta sinn síðan 2012. Liðið fékk 217,500 stig en lið Ármanns fékk 215,100.

Viðtöl og fleiri myndir koma inn á Sport.is innan skamms.