*

Laugardagur, 7. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Bikarmótið í áhaldafimleikum fer fram í dag

Mótið fer fram í Bjarkarhúsinu.

Mótið fer fram í Bjarkarhúsinu.

Það verður mikið fjör í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði í dag þegar Bikarmótið í áhaldafimleikum fer fram.

Alls eru 37 lið skráð til keppni á Bikarmótinu og verða keppendur í heildina rétt rúmlega 170 talsins.

Mesta spennan verður líklega í frjálsum æfingum en þar fær áhugafólk um fimleika jafnan að sjá mikið af flottum tilþrifum.

Í karlaflokki verður baráttan á milli Ármanns og Gerplu í frjálsu æfingunum. Ármannsdrengir hafa unnið síðastliðin tvö ár eftir langa sigurgöngu Gróttupilta og vilja þeir síðarnefndu ólmir ná titlinum á nýjan leik í dag. Það verður því spennandi að fylgjast með rimmu liðanna í dag.

Kvennamegin hefur Gerpla borið höfuð og herðar undanfarið ár og ekki margt í spilunum sem bendir til þess að breyting verði á í ár. Lið Gerplu hefur á að skipa sterkum stúlkum eins og Thelmu Rut Hermannsdóttur sem aldrei hefur tapað á bikarmóti. Í liði Ármanns eru þó konur eins og Irina Sazonova sem gætu náð að stríða Gerplu í dag.

Það má því búst við hörkukeppni í Bjarkarhúsinu í dag.

Mótið hefst með keppni í 1. og 2. þrepi upp úr klukkan 9:40 í dag en keppni í frjálsum æfingum hefst klukkan 14:30.