*

Þriðjudagur, 3. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Frábært hópfimleikamót á Íslandi

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Eins og flestir íþróttaáhugamenn ættu að muna eftir fór Evrópumeistaramótið í hópfimleikum fram á Íslandi í október og heppnaðist mótið með eindæmum vel.

Danir stóðu uppi sem sigurvegarar í ölum flokkum nema í flokki kvenna þar sem Svíar höfðu betur eftir æsispennandi keppni gegn íslenska liðinu.

Evrópska fimleikasambandið birti í gær myndband á Facebook síðu sinni þar sem flott tilþrif af mótinu voru sýnd.

Þetta flotta myndband má sjá hér að neðan. Þá má taka fram að Norðurlandamótið í fimleikum fer svo fram hér á landi í október.