*

Þriðjudagur, 3. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Bikarmótið í áhaldafimleikum fer fram um helgina – Stórviðburðir framundan

Íþróttabandalagið

Íþróttabandalagið

Það verður heldur betur nóg um að vera íÍþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði um helgina því þá fer fram Bikarmót í áhaldafimleikum.

Keppt verður í 1.-3. þrepi auk þess sem keppni í frjálsum æfingum fer fram á mótinu. Allt fremsta fimleikafólk landsins mætir til leiks og má búast við skemmtilegri keppni.

Annars er mikið um skemmtilega viðurburði framundan í heimi fimleikanna því daganna 13.-15. mars fer bikarmótið í hópfimleikum fram á Selfossi auk þess sem Íslandsmótið í áhaldafimleikum fer fram í Ármanni helgina 20.-22. mars. Það má því með sanni segja að áhugafólk um fimleika hafi nóg fyrir stafni í mars.