*

Mánudagur, 23. febrúar 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Stjarnan vann sögulegan sigur

stjarnanÓvænt úrslit áttu sér stað á Wow mótinu í hópfimleikum um helgina þegar lið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið. Þar með lauk tíu ára óslitinni sigurgöngu Gerplu.

Stjarnan náði sér í 56.149 stig en Gerpla kom næst með 53.232 stig. Selfoss var svo í þriðja sætinu með 43.333 stig.

Einungis eitt lið var skráð til keppni í karlaflokki en það var lið Gerplu. Lið þeirra sýndi flotta takta sem skilaði 50.099 stigum.