*

Laugardagur, 14. febrúar 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Smáþjóðaleikarnir fara fram á Íslandi í sumar

Íþróttabandalagið

Íþróttabandalagið

Smáþjóðaleikarnir munu fara fram í Reykjavík næsta sumar eða nánar tiltekið dagana 1. til 6. júní.

Þetta var staðfest er Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjórji, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu undir samstarfssamninga um Smáþjóðaleikana 2015 í gær.

Þjóðirnar sem taka þátt eru Ísland, San Marínó, Mónakó, Lúxemborg, Andorra, Malta, Licehtenstein, Kýpur og Svartfjallaland.