*

Mánudagur, 26. janúar 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Reykjavíkurleikunum lokið – Þau bestu fengu viðurkenningu

Íþróttabandalagið

Mynd: Íþróttabandalagið

Reykjavíkurleikarnir 2015 er lokið en þeir stóðu yfir í 10 daga. Á dagskránni var ráðstefna, keppni í 20 einstaklingsíþróttagreinum, æfingabúðir, hátíðir og sundlaugapartí.

Áætlað er að um 500 erlendir gestir hafi komið til landsins vegna leikanna frá 40 mismunandi löndum og að heildarfjöldi þátttakenda hafi verið rúmlega 2.000. Mörg Íslandsmet voru slegin og fjöldinn allur af glæsilegum tilþrifum sáust á öllum keppnisstöðum. Aðstandendur eru mjög ánægðir með hvernig til tókst og eru strax farnir að huga að næstu leikum.

Smelltu hér til að skoða glæsilega myndasíðu Íþróttabandalagsins frá mótinu.

Reykjavíkurleikunum 2015 lauk svo formlega í gærkvöld á hátíðardagskrá í Laugardalshöll. Á dagskrá hátíðarinnar var meðal annars íþróttasýning þar sem íþróttafólk úr ýmsum greinum tók þátt. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, flutti ávarp og lag leikanna var flutt á meðan fánar þátttökulandanna voru bornir í salinn. Þá var einnig dansað til úrslita í alþjóðlegu latin danskeppni Reykjavíkurleikanna.

Á hátíðinni í gær fékk stigahæsta/besta íþróttafólkið á seinni keppnishelginni viðurkenningu fyrir árangurinn og voru þau eftirfarandi:

Badminton:
Kona: Mette Poulsen, Danmörk
Karl: Milan Ludik, Tékkland

Snjóbrettacross
Kona: Aðalheiður Ýr
Karl: Steinar Lár

Keila
Kona: Alda Harðardóttir
Karl: Skúli Freyr Sigurðsson

Hjólreiðar
Kona: Björk Kristjánsdóttir
Karl: Óskar Ómarsson

Dans
Kona: Hanna Rún Óladóttir
Karl: Nikita Bazev

Skylmingar
Kona: Þórdís Ylfa Viðarsdóttir
Karl: Gunnar Egill Ágústsson

Fimleikar
Kona: Irena Szonova, Rússland
Karl: Jón Sigurður Gunnarsson

Ólympískar lyftingar
Kona: Þuríður Erla Helgadóttir
Karl: Sami Raappana, Finnland

Skotfimi
Kona: Jórunn Harðardóttir
Karl: Ásgeir Sigurgeirsson

Skíðacross
Kona: Katrín Kristjánsdóttir
Karl: Gunnlaugur Magnússon

Skvass
Kona: Rósa Jónsdóttir
Karl: Gunnar Þórðarson

Borðtennis
Kona: Kolfinna Bjarnadóttir
Karl: Emil Oskar Ohlsson, Svíþjóð