*

Laugardagur, 3. janúar 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Helgi Sveinsson er íþróttamaður ársins 2014 á Sport.is!

Mynd: Heiða

Mynd: Heiða

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson er íþróttamaður ársins 2014 að mati ritstjórnar Sport.is. Ritstjórnin stóð fyrir árlegri kosningu sín á milli og sigraði Helgi með nokkrum yfirburðum. Helgi átti gott ár og er að því loknu ríkjandi Heims og Evrópumeistari í spjótkasti fatlaðra.

Helgi Sveinsson varð Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Swansea í haust. Helgi kastaði lengst 50,74 metra og er nú ríkjandi Heims og Evrópumeistari í spjótkasti. Á árinu setti Helgi einnig Íslandsmet í spjótkasti þegar hann kastaði 51,83 metra

Sport.is óskar Helga til hamingju með árangurinn á árinu.!

Rætt verður við Helga í viðtali hér á Sport.is á næstu dögum.

Mynd: Heiða

Mynd: Heiða