*

Þriðjudagur, 2. desember 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Fimleikafólk ársins valið

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Eftir viðburðarríkt ár hjá Fimleikasambandi Íslands hefur sambandið nú valið fimleika fólk ársins 2014.

Sif Pálsdóttir var valin fimleikakona ársins en hún var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu sem náði í silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem fram fór hér á landi. Þá varð hún einnig Íslands og bikarmeistari með Gerplu fyrr á árinu.

Valgarð Reinhardsson var valinn fimleikamaður ársins. Hann æfir og keppir í Kanada og keppti fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í Kína þar sem hann náði fínum árangri,

Kvennalandsliðið sem endaði í öðru sæti á EM í hópfimleikum var valið lið ársins og óhætt að segja að valið þurfi ekki að koma neinum á óvart.

Þá var Norma Dögg Róbertsdóttir verðlaunuð fyrir afrek ársins en hún náði 18. sæti í stökki á HM í Kína. Hún náði besta árangrinum af öllum keppendum norðurlanda í greinni.