*

Þriðjudagur, 28. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Karlalið stofnað í fimleikum | Myndband

kkfimleikar18 karlmenn hafa nú tekið höndum saman og undirbúa stofnun á karlaliði í fimleikum.

Strákarnir tóku ákvörðun um að stofna liðið eftir vel heppnað Evrópumeistaramót í hópfimleikum hér á landi á dögunum en Ísland var ekki með lið í karlaflokki á mótinu.

Þeir sem koma að stofnun liðsins eru stórhuga og ætla sér stóra hluti á innlendum og erlendum mótum á næstunni.

Hér má sjá myndband af æfingu liðsins á dögunum.

https://www.youtube.com/watch?v=EfNV5ljr4v4&feature=youtu.be