*

Sunnudagur, 26. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Aldo sigraði Mendes í fimm lotu bardaga

10_Aldo_Mendes_11Það var boðið upp á mikla veislu í Rio de Janeiro í nótt þegar fjaðurvigtarkapparnir Jose Aldo og Chad Mendes mættust í hringnum í UFC bardaga.

Fyrirfram var búist við skemmtilegum bardaga og það varð síðan raunin. Kapparnir kláruðu allar fimm loturnar og því þurfti dómaraúrskurð til að knýja fram sigurvegara. Þar voru allir þrír dómararnir sammála um að Aldo hafi verið betri.

Þetta var í annað sinn á ferlinum sem kapparnir mætast. Aldo vann líka fyrri viðureignina og var því að verja titilinn.