*

Mánudagur, 20. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Danir sigursælastir á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum | Tóku fimm gullverðlaun

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Glæsilegur Evrópumeistaramóti í hópfimleikum lauk í Laugardalnum um helgina. Danir áttu afar gott mót og tóku fimm af þeim sex gullverðlaunum sem voru í boði.

Danska sveitin bar sigur úr býtum í öllum flokkum yngri keppenda, í stúlknaflokki, drengjaflokki og í blönduðum flokki. Danir sigruðu einnig í blönduðum flokki fullorðina og í karlaflokki. Eina keppnin sem Danir náðu ekki að sigra var í kvennaflokki en þar sigraði sænska liðið. Danska liðið náði þriðja sæti þar og komst í á verðlaunapall í öllum flokkunum,

Íslenska liðið átti einnig gott mót. Liðið tók eins og frægt er orðið silfurverðlaun í kvennaflokki auk þess sem stúlknaliðið og blandaða liðið náðu bronsverðlaunum í flokki ungmenna.

SPORT_IS-FLYER-web