*

Laugardagur, 18. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Svipmyndir frá úrslitadeginum á EM í hópfimleikum | Myndasíða

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Glæsilegu Evrópumeistaramóti í hópfimleikum lauk í Laugardalnum í dag en það hefur staðið yfir síðan á miðvikudag.

Óhætt er að segja að mótið hafi verið frábær skemmtun og sýndu keppendur glæsileg tilþrif. Íslenska liðið endaði í öðru sæti í kvennaflokki eftir spennandi keppni við Svía um sigurinn.

Sport.is var að sjálfsögðu á svæðinu og tók þessar myndir.