*

Laugardagur, 18. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Svíar eru Evrópumeistarar í hópfimleikum! | Ísland í öðru sæti

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Sænska kvennalandsliðið í hópfimleikum varð í dag Evrópumeistari í greininni þegar keppni í kvennaflokki lauk í Laugardalnum nú rétt í þessu.

Sænska liðið var nánast óaðfinnanlegt í keppninni og var sigur þeirra verðskuldaður. Sænska liðið fékk í heildina 60, 150 stig í keppninni sem telst frábært.

Íslenska liðið endaði í öðru sætinu með 59,466 sem þýðir að sigur sænska liðsins var afar naumur. Íslenska liðið getur verið stolt af frammistöðu sinni enda stíð liðið sig með stakri prýði.

Danir enduðu í þriðja sætinu, Norðmenn voru í fjórða sæti, Finnar í fimmta sæti og Bretland í sjötta sæti.