*

Föstudagur, 17. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Gunnar Nelson keppir mögulega 28. febrúar

UFC on Fuel TV: Johnson v NelsonSú saga gengur nú að næsti UFC bardaginn sem Gunnar Nelson mun berjast í fari fram í London 28. febrúar á næsta ári. Sport.is ræddi við Harald Nelson, faðir Gunnars, sem sagði ekkert öruggt í þeim efnum þó það gæti talist líklegt.

„Ég veit að það stendur til að hafa bardagakvöld í London 28. febrúar en UFC hefur þó ekki staðfest það. Mér finnst ekki ósennilegt að Gunnar muni keppa á því kvöldi ef af því verður en það er ekkert ákveðið í þeim efnum," segir Haraldur Nelson.