*

Föstudagur, 17. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

EM í hópfimleikum | Úrslitin í ungmennaflokki fara fram í dag

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Fjörið heldur áfram á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Laugardalnum í dag þegar úrslitin ráðast í ungmennaflokki.

Fyrst verður keppt í blönduðum flokki stúlkna og drengja en þar er íslenska liðið í öðru sæti eftir forkeppnina. Danir, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar eru efstir fyrir úrslitadaginn.

Íslensku stelpurnar eiga titil að verja í stúlknaflokki en eru í þriðja sætinu eftir forkeppnina. Svíar stóðu sig mjög vel í forkeppninni og eru í efsta sæti og danska liðið endaði í öðru sæti í forkeppninni.

Að lokum verður keppt í drengjaflokki en þar eru Danir í efsta sætinu eftir forkeppnina. Íslenska liðið, sem er að keppa á sínu fyrsta stórmóti, endaði í fjórða og seinasta sæti í forkeppninni en komst samt áfram.

Keppni í dag hefst klukkan 15:30 og stendur yfir fram á kvöld.