*

Föstudagur, 17. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Danir Evrópumeistarar í stúlknaflokki | Ísland í 3. sæti

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Danska landsliðið í hópfimleikum varð nú í kvöld Evrópumeistari í hópfimleikum en mótið er haldið í Laugardalnum. Íslenska liðið náði því ekki að verja titilinn frá því á seinasta móti.

Danska liðið sýndi frábæra takta í úrslitunum í kvöld og sigraði að lokum. Liðið fékk 55,133 stig og Svíþjóð var næst með 54,583 stig. Ísland var svo í þriðja sæti með 53,050 stig og fær því bronsverðlaun.

SPORT_IS-FLYER-web