*

Fimmtudagur, 16. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Stúlknaliðið í 3. sæti í forkeppninni

Mynd: Fimleikasamband Íslands

Mynd: Fimleikasamband Íslands

Íslenska stúlknaliðið í hópfimleikum endaði í þriðja sæti í forkeppninni á Evrótumeistaramótinu í hópfimleikum sem fram fer í Laugardalnum.

Stúlknaliðið á titil að verja í greininni en mistök í dansatriði íslenska liðsins kostaði sitt í stigakeppninni. Ekki munar þó miklu því efsta liðið, Svíþjóð, er með 51,133 stig, Danir eru í öðru sæti með 50,516 og Ísland í því þriðja með 49,866.

Það má því búast við æsispennandi úrslitum í stúlknaflokki á föstudag.