*

Fimmtudagur, 16. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Stelpurnar okkar flugu inn í úrslitin á EM í hópfimleikum | Stefnir í einvígi á laugardag

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum komst örugglega áfram upp úr forkeppninni sem haldin var í Laugardalnum í kvöld. Liðið endaði í öðru sæti á eftir Svíum.

Stelpurnar okkar sýndu lipra takta á mótinu í kvöld og fengu 17,950 stig fyrir æfingar á trampólíni og tóku síðan forystuna þegar þær fengu 22,100 stig fyrir gólfæfingarnar. Liðið fékk svo 14,600 stig fyrir æfingar á dýnu.

Alls voru stig íslenska liðsins 56,450 en Svíar náðu naumlega 1. sætinu með 56,733 stig. Miðað við þetta má búast við einvígi um Evrópumeistaratitilinn milli Íslands og Svíþjóðar á laugardag.

Viðtöl og myndir koma á Sport.is innan skamms.