*

Fimmtudagur, 16. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Blandaða liðið fór örugglega í úrslit

Mynd: Heimasíða mótsins.

Mynd: Heimasíða mótsins.

Blandað íslenskt lið karla og kvenna fór nokkuð örugglega áfram í úrslitin á EM í hópfimleikum þegar forkeppnin fór fram í dag.

Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti með 53,115 stig en Norðmenn hafa numa forystu í efsta sætinu með 54,666 stig.

Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Harpa Guðrún Hreinsdóttir meiddist í dag og verður ekki meira með á mótinu.