*

Miðvikudagur, 15. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Íslenska liðið í öðru sæti eftir keppni í blönduðum flokki unglinga

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Íslenska unglingalandsliðið í hópfimleikum, sem skipað er bæði strákum og stelpum, er í öðru sætinu að lokinni forkeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Laugardalnum um þessar mundir.

Íslenska liðið fékk 48,975 stig en Evrópumeistarar Danmerkur eru í efsta sætinu með 50,500 stig.

Ísland sendi drengjalið til keppni í fyrsta skipti í ár og er liðið í neðsta sætinu að lokinni forkeppni. Þar eru Danir einnig efstir með 59,333 stig en íslensku strákarnir eru með 47,566 stig.